Leita í fréttum mbl.is

Íslenskt er best

Held að þarna megum við segja að við séu best. Grænmetið sem ræktað er hérlendis á alltaf að vera ferskara og ómengaðra en það sem hefur ferðast yfir hálfan heiminn.

Á heimasíðu garðyrkjubænda stendur "Garðyrkjubændur eiga sameiginlegt vörumerki sem er fánarönd Sambands garðyrkjubænda. Stefnt er að því að allar íslenskar garðyrkjuafurðir beri þetta merki."

 islenskt

Nú er bara að fylgjast betur með að grænmetið sé íslensk en ekki bara baðað við komu til landsins.

Merkið tryggir gæðin.


mbl.is Segja fánarönd sýna að grænmeti er íslenskt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Best væri að allt grænmeti og allir ávextir væru merktir upprunalandi, þetta er gert í Danmörku, hvers vegna ekki hér?  Ég vil t.d. ekki kaupa ávexti frá ákveðnum löndum en oft er mjög erfitt að sjá hvaðan varan er.  Hér ætti umboðsmaður neytenda að grípa inn í og stjórnvöld að setja skýrar reglur.

Allar vöru skulu merktar upprunalandi.  Allar vörur skulu sérstaklega merktar ef genaendurbæting hefur átt sér stað, síðan eiga neytendur valið!

Sigurður Sigurðarson, 22.5.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Tek undir með meinyrtum um merkingar matvælanna og hef undan engu að kvarta, það er gert um allt grænmeti og alla ávexti o.fl. hér í mínum litla heimabæ í Frakklandi.

En ertu viss um Anna að grænmeti ræktað t.d. á meginlandi Evrópu sé öllu lengur að berast til Íslands en frá íslenskum bændum í búðir á höfuðborgarsvæðinu? Ætli muni þá þar nokkru því er ekki grænmetið flutt meira og minna með vöruflutningaþotum?

Vel má vera að íslenskt sé best á Íslandi en ég held ég fái yfirleitt betra grænmeti hérna í Frakklandi heldur en ég var vanur heima. Kannski var það bara böðuð vara lengst utan úr heimi? Leyfum íslenskum bændum að njóta vafans.

Ágúst Ásgeirsson, 22.5.2008 kl. 16:15

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

mitt graenmeti er best thvi eg raekta thad sjalf

Ásta Björk Solis, 22.5.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband