Leita í fréttum mbl.is

Fyrstu fréttir

Verið góður dagur hjá ferðahópnum á Nýja Sjálandi. Skoðuðum okkur um í Christchurch og nágrenni og heimsóttum söfn sem hentuðu öllum aldurshópum. Setið á pallinum í sól og sumri.

Nokkur orð um ferðalagið hingað niður eftir.

Við eyddum einum degi í miðborg Amsterdam þar sem hitastigið var við frostmark. Þar sem okkur þótti heldur svalt fórum við inn í nokkra minjagripaverslanir á göngu okkar. Allar áttu þessar verslanir það sammerkt að yngstu ferðalangarnir gripu andann á lofti yfir vörum sem þar voru á boðstólnum. Slíkar vörurtegundir eru t.d. ekki til sölu í rammagerðinni eða öðrum minjagripaverslunum á Íslandi. Frekar í sérstökum verslunum tengdum kynlífi. Fjölskyldugangan í miðborg Amsterdam varð því styttri í annan endann en gert var ráð fyrir vegna kulda. Gistum síðan á hóteli á flugvellinum þaðan sem haldið var til Singapore snemma næsta dag.

Flugið með Singapore Airlines var með besta móti og jólasveininn heimsótti yngstu fjölskyldumeðlimina. Höfðum haft áhyggjur af afþreyingu í löngu flugi en slíkt var óþarfi þar sem hver farþegi gat valið um fjölda mynda, sjónvarpsþátta eða leikja til að stytta sér stundir. Tímarnir 12 liðu því fljótt þó lítið væri sofið.

Á flugvellinum í Singapore tók við 10 tíma bið. Við höfðum keypt hótelherbergi á flugvallarhóteli þar sem hægt var að fara í sund og slaka á. Fórum síðan í heimsókn á sædýrasafn sem vakti mikla ánægju. Í Singapore var hinsvegar 30 stigi hiti sem var full mikið fyrir okkur.

Flugið var með sama hætti frá Singapore til Christchurch og tók rúma 10 tíma. Þó var sofið mest alla leiðina.

Á flugvellinum í Christchurch tók fjölskyldan hérna megin á móti okkur og urðu miklir fagnaðarfundir.

Framundan er síðan jólahald, skötuveisla á Þorlák og jólahald á íslenskan og nýsjálenskan máta.

Meira síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Eiríksson

Er það satt sem ég heyrði einhvern tíma - að þegar maður tekur tappann úr vaskinum og vatnið sogast niður, að það snúist rangsælis þarna megin á hnettinum?  Gleðileg jól og góð kveðja til ykkar.

Ásgeir

Ásgeir Eiríksson, 20.12.2007 kl. 23:22

2 identicon

Elsku Anna og fjölskylda,

Ég sit hér og borða osta frá Skjóli, aðalbláberjasultu a-la-Guðbjörg og dreypi á rauðvíni frá Skúla!  Er að hugsa til ykkar þarna "neðra" og vona að þið hafið það gott!

Knús og kossar til Vilmundar og Guðbjargar, Eigið þið góð og gleðileg jól, vonandi á ströndinni!

kv. Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 22:31

3 identicon

Kæra Anna og fjölskylda

Okkar bestu jóla- og nýársóskir héðan úr Mosó.  Mamma biður sérstaklega fyrir jólakveðju til systur sinnar.

Hafið það sem besta.

Helga, Örn og fjölskylda Mosó.

Helga Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband