Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ímynd kvenna í stjórnmálum

Hef velt því fyrir mér hvort staða og ímynd kvenna í stjórnmálum muni breytast nú þegar við tekur ný ríkisstjórn.

Við sem fylgjumst með stjórnmálum þekkjum að þegar formenn flokkanna í ríkistjórn kynna sín mál hafa það undantekningalaust verið karlar. Nú kemur öflug kona inn á sviðið sem formaður annars stjórnaflokksins og slíkt mun án efa hafa áhrif á ímynd og stöðu kvenna.

Gott að skoða aðeins það sem kemur fram í svörum kvenna sem buðu fram krafta sína í alþingiskosningunum 2003. Eftirfarandi kemur fram á vef http://hugsandi.is/article/169/konur-og-fjoelmidlar-kosningarbarattan-2003-ii-hluti  

"Níu svarendur sögðu fjölmiðla leggja mikla áherslu á útlit kvenna, s.s. klæðaburð, vaxtarlag og aldur. Þær fengju spurningar sem karlmenn fengju aldrei, t.d. um hjúskaparstöðu, börn eða barnleysi, uppskriftir og tísku, og jafnvel hvort það væri ekki of mikið að gera hjá þeim til að vera að vasast í stjórnmálum. Þær töldu þessar spurningar mjög kynjaðar og fordómafullar og styrkja kynjaðar staðalmyndir. Sami fjöldi kvenna taldi svör kvenna ekki tekin eins alvarlega og karla og þær væru ekki álitnar „alvarlegir“ pólitíkusar."

Vonandi fer þetta nú að breytast með nýjum áherslum og nýrri fyrirmynd kvenna í stjórnmálum. Það hjálpar öllum konum í stjórnmálum, hvar sem þær standa í flokki.


Lítum í eigin barm

 Skil ekki viðbrögð minna manna við slitum á ríkisstjórninni. Skrifaði eftirfarandi daginn eftir kjördag.

"Hef ekki trú á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Heldur ekki að það verði af vinstra samstarfi. Geir hefur öll spil á hendinni og hann mun semja um nýja ríkisstjórn. Bæði VG og Samfylking vilja ólm fara í samstarf með Sjálfstæðisflokki og það verður án efa raunin. Líklega hentar VG betur þar sem gefa þarf færri ráðuneyti eftir með minni samstarfsflokki.

Ekki það versta sem getur komið fyrir okkur Framsóknarmenn. Held að við eigum að vera utan ríkisstjórnar næsta kjörtímabil. Höfum þurft í nokkurn tíma að fá tækifæri til að laga til innan okkar raða. Heyrði á kosningavökunni í gær menn væru sammála um að það væri forgangsverkefni hjá okkur "Framsóknarmönnum."

Hef enga trú á því að mínir menn hafi verið svo bláeygðir að þeir héldu að ríkisstjórnin héldi á einum manni.Þessi viðbrögð virka á mig sem örvænting. Nú stefnir framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu og á að nýta sér það til að byggja flokkinn upp.

Er ekki búin að gleyma því hvernig staðan var 1991 þegar svipuð staða kom upp og við lentum í stjórnarandstöðu. Við nýtum þá stöðu sem skapaðist þá til að byggja upp og komum feyki sterk út inn í kosningabaráttuna 1995.

Held að við ættum að líta í eigin barm og skoða hvað betur megi fara innan okkar raða í stað þess að kenna öðrum um hvernig staða flokksins er orðin.

 


Konur og karlar í ríkisstjórn

Glæsilegt hjá frökkunum. Við framsóknarmenn megum vera stolt af því að hafa haft helming okkar ráðherraliðs af hvoru kyni þegar við vorum aðilar af síðustu/núverandi ríkisstjórn.

Það verður áhugavert að sjá hvernig næsta ríkisstjórn verður samsett út frá kynjunum.

Erfitt að átta sig á því hvernig listinn verður samsettur, ekki síst vegna skiptingu ráðuneyta. Gæti þó orðið eitthvað á þessa leið ef valið er eftir hefðbundnum leiðum.

Ráðherralið Sjálfstæðisflokk;Geir Haarde, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór, Kristján Júlíusson, Árni Mathíesen og Sturla Böðvarsson.

Ekkert öruggt í þessu. Bjarni Ben og Björn Bjarnason munu banka fast á dyrnar og krafan um fleiri konur mun líka koma upp.

Ráðherralið samfylkingar: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Össur Skarphéðinsson, Kristján Möller, Guðbjartur Hannesson og Jóhanna Sigurðardóttir.

Heldur ekkert öruggt þarna. Suðvesturkjördæmið mun líka banka þarna svo allt getur gerst.

Verður án efa spennandi að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum næstu daga vonandi að þetta taki fljót af.

.


mbl.is Konur sitja í helmingi ráðherrastóla í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað svo?

Það fór svo. kannski ekkert skrítið. Erum kannski best sett utan stjórnar.

Ég óttast hinsvegar að sú staða komi upp, að nú hefjist baráttan um hverjir eigi að fara með völd inna flokksins

Í stað þess að leggja allt kapp á að breyta og bæta og gefa Jóni Sigurðssyni tækifæri til þess, muni menn fara að berjast um hver taki við formennsku og varaformennsku.

Nú verði boðað aukaflokksþing og baráttan um embættin þrjú hefjist. Slík barátta mun án efa leiða okkur endanlega á endapunkt.

Þetta er það sem ég óttast mest. Vonandi verður staðan ekki slík.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er best?

Stjórnarmyndunarviðræðurnar eru allar að færast nær því að vera spurning um það  hvort tveir ólíkir einstaklingar nái að lokum saman.  Þannig er stöðugt verið að tala um þreifingar og annað í þeim dúr. Líkist á vissan hátt sambandi tveggja einstaklinga og spurningunni hvort samband þeirra gangi upp.

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur þá að vera karlmaðurinn í sambandinu, sá sem mun að lokum velja eða hafna.

Framsóknarflokkurinn er þá "gamla" maddaman sem alltaf stendur við sitt, en virkar kannski ekki alltaf mest spennandi. Sumir vilja setja hana útaf fyrir eitthvað nýtt og ferskara.

Samfylkingin, líkast til þroskaða konan sem veit hvað hún vill, og er tilbúin í allt. Gæti virkað meira spennandi en hún er, í krafti stærðarinnar.

Vinstri hreyfingin grænt framboð er þá trippið sem erfitt er að hemja. Lofar öllu, en gæti allt eins hlaupið undan sér.

Hvað ætli að virki best á endanum?

 

 


Fatlað fólk má líka.

Frábært framtak. Það kom að því, og nú verður að tryggja meira þessu líkt.

Takk fyrir þetta


mbl.is Knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski?

Kannski er það á endanum betra fyrir okkur framsóknarmenn að halda áfram í stjórnarsamstarfinu?

Kannski er ekki hægt að vinna til vinstri eftir málflutning vinstri flokkanna ?

Kannski er eina leiðin sú að tryggja Jóni formanni stöðu til þess að hefja endurreisn flokksins í borginni?

Kannski er það skárri kosturinn af tveim slæmum?


Stelpur, hvar voruð þið?

Nú er staða mála farin að skýrast örlítið eftir kosningar. Að minnsta kosti er ljóst að við Framsóknarmenn eigum ekki lengur þingmann í borginni. Mikill missir af Jónínu af þingi og vonandi hverfur hún ekki algerlega af pólitíska sviðinu. Vonbrigðin voru ekki síður mikil við það að ná ekki formanninum á þing.

 

Ljóst að nú fækkar konum en á þingi, verðum víst að bíta í það súra epli að vera nú aðeins með 20 konur og 43 karlar á þingi.  Það er víst lægsta hlutfall kvenna á þjóðþingum á Norðurlöndunum.

 

Af sjö þingmönnum okkar eru tvær konur og lengi nætur var tæpt á því að Siv kæmist inn.

 

Við framsóknarmenn höfum gjarnan hreykt okkur af því að vera sá flokkur sem hefur verið hvað mest leiðandi í jafnréttinu. Framsóknarflokkurinn hafi mest jafnrétti á framboðslistum sínum og hafi haft jafnt vægi ráðherra, 3 konur og þrjá karla.

 

Höfum haft virka kvennahreyfingu í flokknum frá stofnun LFK frá árinu 1981. Átti von á að þær myndu beita öllu sínu til þess að tryggja áframhaldandi góða stöðu kvenna  í flokknum.  Sé á heimasíðu þeirra www.lfk.is að síðan hefur verið uppfærð þrisvar sinnum frá því að að við framsóknarmenn héldum flokksþing okkar í byrjun mars s.l.

 

Þar er ekki eitt orð um nauðsyn þess að tryggja okkar konur á þing eða önnur pólitísk brýning til kvenna. Að taka að sér slík ábyrgðarstörf í stjórnum, kallar á það að taka á slíkt alvarlega og a.m.k. viðhalda þeirri stöðu sem konur hafa haft innan flokksins. Það hefðu þær átt að gera með sýnileika og ákalli til kvenna víða um land að treysta okkar konum fylgi til áframhaldandi setu á þingi. til að vinna þar frekari góð verk.

 

Það gerði Landsamband framsóknarkvenna ekki í þessari kosningabaráttu og glataði þar með tiltrú margra á kraft kvenna í flokknum. Þessu verður að breyta og snúa þessari þróun við.


Ný ríkisstjórn án framsóknar?

Vakti  fram eftir í nótt. Mætti á kosningavöku okkar framsóknarmanna og sat þar fram yfir miðnætti. Fylgdist síðan með stöðunni í sjónvarpinu heima fyrir, fram til morguns.

 

Niðurstaða kosninganna er áfall fyrir okkur Framsóknarmenn, ekki síst í Reykjavíkurkjördæmunum. Formaður flokksins og leiðtogi okkar framsóknarmanna kemst ekki inn á þing.Ekki heldur Umhverfisráðherrann Jónína Bjartmarz. Án efa þarf að lofta vel hér út í flokkstarfinu áður en ástandið fer að lagast.

 

Hef ekki trú á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Heldur ekki að það verði af vinstra samstarfi. Geir hefur öll spil á hendinni og hann mun semja um nýja ríkisstjórn. Bæði VG og Samfylking vilja ólm fara í samstarf með Sjálfstæðisflokki og það verður án efa raunin. Líklega hentar VG betur þar sem gefa þarf færri ráðuneyti eftir með minni samstarfsflokki.

 

Ekki það versta sem getur komið fyrir okkur Framsóknarmenn. Held að við eigum að vera utan ríkisstjórnar næsta kjörtímabil. Höfum þurft í nokkurn tíma að fá tækifæri til að laga til innan okkar raða. Heyrði á kosningavökunni í gær menn væru sammála um að það væri forgangsverkefni hjá okkur Framsóknarmönnum.

 

Nú bíða menn tíðinda um nýja ríkisstjórn áður en hægt er að hefjast handa.

 


Inn og út um gluggann.

Ótrúlega mikil munur á milli kannanna á fylgi flokkanna sem birtar hafa verið í dag.

Þannig mældist Framsóknarflokkurinn með 14,6% fylgi í könnun Capacent sem birt var í hádeginu en með 8,6% í könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var í kvöld á stöð 2.

Er skrítið þó almenningur efist um marktækni þeirra þegar stjórnmálaprófessorinn setur fyrirvara á þá nýjustu.

Hef þó þá trú að mínir menn séu að koma sterkir inn. Rúmir 70 tímar í fyrstu tölur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband