Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Slæmir embættismenn eða stjórnmálamenn

Farsinn um REI heldur áfram og nú leitað að blóraböggli.

Nú stígur Gísli Marteinn, borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins fram og telur að embættismennirnir sem unnu að málinu hafi ekki sinnt skyldu sinni. Þeir  séu; nota bene, að vinna fyrir fólkið í borginni.

Hann gagnrýnir jafnframt að starfsmenn OR sem kynntu samrunann hafi ekki upplýst þá um að þeir væru með feita kaupréttarsamninga í vasanum.

Í 4.grein laga um Orkuveitu Reykjavíkur kemur m.a. fram að:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fer með málefni fyrirtækisins og annast um að skipulag fyrirtækisins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins.

Forstjóri hefur á hendi framkvæmd stefnu stjórnar fyrirtækisins. Skal hann vinna sjálfstætt að stefnumótun þess og áætlanagerð. Hann annast allan daglegan rekstur fyrirtækisins, allar framkvæmdir og undirbúning þeirra, sjóðvörslu og reikningshald og ráðningu starfsliðs. Daglegur rekstur tekur ekki til ráðstafana sem eru óvenjulegar eða mikils háttar. Slíkar ráðstafanir getur forstjóri aðeins gert samkvæmt sérstakri heimild frá stjórn, nema ekki sé unnt að bíða ákvarðana stjórnar án verulegs óhagræðis fyrir starfsemi fyrirtækisins. Í slíkum tilvikum skal stjórn tafarlaust tilkynnt um ráðstöfunina. Forstjóri kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins í öllum málum sem varða venjulegan rekstur. Forstjóra ber að veita stjórn og endurskoðanda allar upplýsingar um rekstur fyrirtækisins sem þeir kunna að óska eða veita ber samkvæmt lögum. Stjórn skal setja forstjóra starfslýsingu.

Og nú er spurt hver hefur ekki staðið sig í stykkinu, embættismaðurinn eða stjórnin sem fer með eftirlit á starfseminni?

Spyr sá sem ekki veit.


Hefur allt verið gert opinbert?

Skrítin niðurstaða eftir þriggja tíma langan fund. Held að fleira hafi nú verið rætt á þessum fundi en látið er í ljósi nú.

Hér er verið að hengja bakara fyrir smið og ef sjálfstæðismenn telja að þetta leysi vandann þá er mér illa brugðið. Almenningur og þar með taldir kjósendur sjálfstæðisflokksins vilja sjá meira en þetta.

Það er ljóst að stjórnarformaður OR var ekki hugmyndasmiðurinn af þessari ráðgerða allri. Þar komu fleiri að.

Búið að reyna að sannfæra borgarbúa hversu mikill hagnaður liggi í REI og nú er ráðið að selja gullkálfinn. Sérkennileg ráðagerð það.

Held að hér séu ekki öll kurl komin til grafar og enn eigi borgarbúar eftir að sjá nýja leiki á næstu dögum.


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafa mín til kjörinna fulltrúa framsóknarflokksins

Við framsóknarmenn höfum lengi setið undir því að vera manna spilltastir í pólitík. Ég hef þó seint talið mig eða mikinn meirihluta framsóknarmanna falla þar undir.

Þó verður að viðurkennast að innan okkar raða leynast einstaklingar sem setja sinn eigin hag fram yfir heildarhag kjósenda flokksins eða íbúa þess svæðis sem þeir eru kjörnir fyrir.

Ég trúði því lengi frameftir síðasta áratug síðustu aldar að yngra fólk sem myndi taka við forystutaumunum í flokknum myndi starfa á breytum forsendum og  beiti vinnubrögðum sem kæmu í veg fyrir þessa umræðu. 

Nýtt fólk myndi þannig breyta þeirri ímynd sem flokkurinn sat upp með, með réttu eða röngu. Nýir tímar sem kölluðu  á opna og gegnsæja stjórnsýslu myndu færa umræðuna frá þeirri meintu spillingu sem átti þannig að viðgangast innan flokksins. Menn myndu viðhafa góð vinnubrögð sem kjörnir fulltrúar flokksins.

En slíkt er því miður ekki raunin. Nú er eitt málið enn komið upp þar sem fulltrúi flokksins í borgarstjórn er sakaður um að hafa ekki farið að lögum. Þótt sekt sé ekki sönnuð tel ég engan vafa á að þarna hafa menn farið langt fram úr öllum eðlilegum vinnubrögðum. Ekki síður þykir mér það vafasamt, ef satt er, að stjórn þess nýja félags sem nú hefur verið skipuð skammti sér 350 þúsund króna mánaðarlaun. Og þarna sitja menn sem kjörnir fulltrúar almennings og fara með almennafé.

Mín krafa til kjörinna fulltrúa framsóknarflokksins er að menn vinni eftir þeim lögum og reglum sem liggja að baki góðri stjórnsýslu. Það á sérstaklega við fulltrúa flokksins í borgarstjórn sem nú virðist ætlast að takast að opna enn og aftur á þá umræðu sem tengd hefur verið við framsóknarflokkinn og spillt vinnubrögð.

Ef takast á að koma framsóknarflokknum upp úr þeim djúpa dal sem hann liggur nú í verða menn að taka heildina fram fyrir sinn eigin hag. Þar er enginn undanskilinn.


Fyrirtæki sem mun mala gull fyrir eigendur sína

Þetta fyrirtæki á eftir að mala gull fyrir eigendur sína. Þarna er verið að setja allt það mikla hugvit sem orkuveitan og fleiri aðilar búa yfir í orkugeiranum undir ein hatt.

Forseti Kína tilkynnti Ólafi Ragnari að hann vildi kaup þekkingu af okkur vegna orkumála í miklu mæli. Það er aðeins litill hluti af þeim verkefnum sem þetta nýja sameinað fyrirtæki mun taka þátt í.

Mínar ráðleggingar til starfsmanna Orkuveitunnar eru að kaupa strax það mögulega hlutafé sem þeim verður boðið upp á.  Á eftir að margfaldast í verði innan skamms tíma. Finnst þeir vera vel að því komnir, hugvitið kemur jú þaðan.

Ætli stjórnarmenn Orkuveitunnar fái líka að kaupa sinn skerf? eða eru þeir ekki kosnir þarna inn sem fulltrúar almennings sem á þetta veitufyrirtæki?


mbl.is Bjarni verður stjórnarformaður sameinaðs félags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær íþróttaviðburður að hefjast

Nú er bara að vonast til þess að okkar fólk á þessum einstöku íþróttaleikum fái umfjöllum í samræmi við stærð leikanna. 7300 þátttakendur frá 165 þjóðum.

Ég skora á íþróttadeildir fjölmiðla að sýna frá leikunum og segja frá þeim sigrum sem okkar fólk á án efa eftir að vinna á leikunum.

Áfram Ísland


mbl.is Mikið um dýrðir þegar heimsleikar Special Olympics voru settir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband