Leita í fréttum mbl.is

Vestur og aftur suður

Komin aftur í borgina fyrr en ætlað var. Þurfti á fund sem ekki var hægt að fresta og því var keyrt suður í morgun. Svona er þetta stundum. Ekki hægt að láta bíða eftir sér.

Ferðin vestur var bara yndisleg og mér tókst næstum að gera allt sem ætlað var. Þó ekki alveg allt.  Sumt bíður betri tíma.

Ég fór í afmælið í Súðavík. Tvisvar sinnum með hóp af "boðflennum". Þar var öllum tekið opnum örmum og allir skemmtu sér vel.  Afmælið sjálft var engu líkt og afmælisbarninu til mikils sóma. Bæði jólasveinninn og Eiríkur Fjalar voru mættir auk annarra minni spámanna. Einlægnin í fyrirrúmi og borð svignuðu af veitingum. Dansað fram yfir miðnætti.

Farið tvisvar í Bolungarvík. Ósvör og Finnbogi heimsótt. Mjölnir og bræðurnir þar líka. Hlaðborð í garðinum á Hóli og síðan kjötsúpa í seinni heimsókninni. Farið í sundlaugina og nýja rennibrautin prófuð.

Sjóstangaveiðin varð ekki í þetta skiptið, því miður. Veðrið hamlaði. Heimsóknir í Dýrafjörðin í staðinn og kaffi á Hótelinu á Þingeyri. Ættingjar heimsótti á sunnudag. Hrefnukjötið klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Bestu þökk fyrir.

Eftir stendur líka frábær matur í Tjöruhúsinu. Sá frábæri veitingastaður var heimsóttur tvisvar. Kolinn, steiktur í smjöri er betri en nokkuð annað. Plokkfiskurinn og skötuselurinn lítið síðri. Rabbabaragrautur með rjóma í eftirrétt. Fær bestu einkunn okkar allra sem í ferðinni voru.

Eitthvað skorti hinsvegar á matagerðina í Edinborgarhúsinu. Kokkurinn var víst í fríi þegar sá staður var heimsóttur en það gleymdist að láta okkur vita af því.  Við hinsvegar létum vita af óánægju okkar með veitingarnar.

Á leiðinni suður sáum við Örn á flugi. Langt síðan ég hef séð þá sjón. Hlýtur að boða gott.

Hef að minnsta kosti þá trú eftir góða ferð vestur. Að allt fari nú á réttan veg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl:

Mig tekur ætíð sárt þegar farið er með staðarforsetningar á annan hátt en heimamenn. Fæstir mundu segja á Reykjavík enda landsmönnun flestum kunnugt að forsetningin er í en ekki á þegar höfuðborgin á í hlut. Sama gildir um Súðavík og Bolungarvík. Mér virðist málvenjan vera sú að forsetningin í gildi um allar víkur vestan línu sem dregin er norðan Hólmavíkur suðaustur yfir landið og austan víkur í Mýrdal og forsetningin á austan hennar. Sem brottfluttur Súðavíkingur vildi ég endilega koam þessu á framfæri við þig. Með bestu kveðjum.

Kristján Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband