Leita í fréttum mbl.is

Tímavél póstsins

Allt er í heiminum hverfullt. Svo er það líka með póstinn.

Í morgun kom bréfberinn með tilkynningu. Ég átti sendingu á pósthúsinu. Það gerist ekki oft. Ég varð pínulítið spennt. Kannski eitthvað óvænt.

Ég dreif mig á pósthúsið. Það var auðvitað ekki þar sem það var síðast. Hafði flutt frá síðustu heimsókn minni. Kannski ekki skrítið því langt var síðan.

Afhenti tilkynninguna. Kurteis afgreiðslustúlkan sagði mér að þessi sending kæmi ekki fyrr en á mánudag. Það stæði á tilkynningunni að hún kæmi NÆSTA virka dag. Þakkaði fyrir mig og sagðist koma seinna.

Skrítið hvernig þjónustan hjá póstinum er orðin. Þeir vita að ég fæ sendingu á mánudaginn. Áður en hún kemur. Þeir hljóta að búa yfir tækni sem ég ekki þekki.

Kannski einhverskonar tímavél sem segir þeim hvað gerist næsta virka dag. Spennandi. Og láta mig svo líka vita af því.

Bíð spennt fram á mánudag. Hvað skyldi þetta vera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Spurnig hvort þeir geti ekki líka sagt okkur fyrirfram um öll þau bréf sem týnast svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir!

Himmalingur, 20.6.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Anna. Þú virðist líka vera skyggn, fyrst þú fórst út á pósthús og komst þar að því að þú ættir von á pakka.

Ef fólk er ekki heima hér í Reykjavík þegar pósturinn Páll kemur með pakka er farið með hann aftur í póstdreifingarmiðstöðina og þaðan er pakkinn sendur með kettinum Njáli í það pósthús, sem er næst viðtakandanum. En ekki veit ég af hverju pósturinn Páll fer ekki með pakkann beint þangað.

"Sendingar sem ekki komast gegnum venjulega bréfalúgu, rúmfrek bréf og pakkar, eru keyrðir heim til einstaklinga að undanskildum erlendum rúmfrekum og tollskyldum bréfasendingum á þeim stöðum þar sem Pósturinn býður upp á þá þjónustu.

Heimkeyrsla til einstaklinga fer fram alla virka daga milli kl. 17:00 – 22:00. Ef viðtakandi er ekki heima er skilin eftir tilkynning og þá þarf að sækja sendinguna á pósthúsið sem er í hverfinu/staðnum/þéttbýli."

Þorsteinn Briem, 21.6.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Sæl Steini,

Þakka góðar ábendingar enn skyggn er ég nú ekki.

Anna Kristinsdóttir, 23.6.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband