Leita í fréttum mbl.is

Vorkvöld í Reykjavík

Síðustu kvöld hafa verið ótrúlega falleg hér í Reykjavík. Þetta er sá tími ársins þegar allt er í blóma og þar er borgin ekki undanskilin.

Sama hvað öðrum finnst um einstakar byggingarframkvæmdir eða hverfi í borgarmyndinni býr borgin yfir ótrúlegum sjarma og fjölda fallegra staða og ekki síst er mannlífið hér bæði skemmtilegt og fjölbreytilegt.

Hef notið þess til ýtrasta að undanförnu að vera úti í bjartri og hlýrri nóttinni og finna borgina hljóðna.

Í gærkveldi var það góður göngutúr í Fossvogsdal og Elliðaárdal. Ólýsanleg lífsgæði að hafa slík útivistasvæði í miðri borg.

Í Elliðaárdalnum var allt í blóma, vatnaliljur í lækjunum og ilmurinn af sumrinu var ólýsanlegur.

Í kvöld var svo hjólað um nágrennið. Ilmurinn af gróðrinum, kvöldsólin og Laugardalurinn angaði.

Hvergi betra að búa en hér í Reykjavík og ég gæti ekki fyrir nokkurn mun búið annarstaðar.

Reykjavík er engu lík á góðum degi. Hér er gott að búa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband