Leita í fréttum mbl.is

Hvar eigum við heima?

Nú er nokkuð um liðið frá því að ég ákvað að hætta í framsóknarflokknum. Sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Margt hafði gerst í starfi þess ágæta flokks sem gerði mér og mörgum öðrum ókleyft að starfa innan hans raða. Ekkert var annað eftir en að fara af vettvangi.

Veit að ég er ekki ein um það að hafa tekið slíka ákvörðun og hitti reglulega góðan hóp af fólki sem stendur í sömu sporum og ég, utan flokka. Þetta fólk á það sameiginlegt að hafa áhuga á stjórnmálum og getur illa losnað við þá bakteríu.

Þetta fólk kemur úr ólíkum áttum og á það sameiginlegt að finna ekki fjölina sína í stjórnmálaflórunni.

Hef hinsvegar hugleitt, ásamt þessum sama hóp, hvar við eigum heima í stjórnmálaflórunni. Verð að viðurkenna að við finnum ekki alveg þann stjórnmálaflokk sem passar við lífskoðanir okkar.

Margir í þessum hóp töldu að Samfylkingin væri sá flokkur þar sem við ættum helst heima. Eftir að sá flokkur fór í ríkistjórn hafa þær raddir að mestu hljóðnað. Stærð hans hræðir líka. Hann er á margan hátt orðin eins og stofnun.

Engin hefur talað fyrir inngöngu í frjálslynda flokkinn og fáir fyrir vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Sjálfstæðisflokkurinn er "stjórnarflokkurinn" og þekkt stærð sem menn hafa ólíka sýn á. Helst að sýn hans á Evrópumálin hræði.

Nú eru að öllum líkindum tvö ár til næstu kosninga. Við veltum fyrir okkur hvað verður þá.

Munum við bætast við þann hóp sem skilar auðu í næstu kosningum, eða verðum við búin að finna okkur flokk til að starfa með?

Kannski verður "flokkurinn okkar" kominn fram í sviðsljósið eða einhver þeirra flokka sem nú starfar búin að breyta stefnu sinni. Hver veit hvar við lendum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Atorka þín á heima í mínum ástsæla flokki  Sjálfstæðisflokknum.

Okkru gamaladags þjóðlegu íhaldsmönnunum vantar andvægi við ofurfrjálshyggjumönnunum.  Hin upphaflegu gildi, sem meitluð voru ú skjöld okkar lifa enn en svo er hjá okkur sem og fleirum, að nokkuð hefur fennt á glugga hjá sumum.

Því er það með tilhlökkun, sem ég býð þér endilega að ganga til liðs við okkur þjóðlegu íhöldin, ég veit nefnilrga af góðri reynslu, að af þér er mikið lið.

með virðingu

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.5.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband