Leita í fréttum mbl.is

Skóstærð og gáfur

Mælingar á árangri geta oft á tíðum verið sérkennilegar. Hvað skilar góðu starfi og hvað ekki og hverjir eru að vinna sína vinnu og hverjir ekki?

Í aðferðarfræði í HÍ var gjarnan talað um að skóstærð væri ekki endilega réttur mælikvarði á gáfur einstaklings. Það að flestir þeir sem nota skóstærð 40 væru gáfaðri en þeir sem nota skóstærð 30 væri ekki endilega mælikvarði á, að stærri skór þýddu meiri gáfur. Þar þyrfti að taka aðra þætti þar inn í.

Þannig virðist mér það vera með þær mælingar sem menn virðast keppast við að setja á árangur borgarfulltrúa þessa dagana.

Í síðustu viku voru það ferðalög, eða kostnaður við þau, sem áttu þannig að mæla getu manna til þess að sinna starfinu. Veit samt ekki hvort það voru þeir sem ferðuðust mest eða minnst sem voru verstir. Nú um helgina var það DV sem tók saman mætingu  og ástundun kjörinna borgarfulltrúa allra flokka á borgarstjórnarfundi. Hverjir mæta oftast og hverjir sjaldnast. Ekki er langt síðan að laun einstakra borgarfulltrúa voru birt. Hverjir fá mest og hverjir minna.

Allt má segja að þetta séu einhverskonar mælikvarðar á störf borgarfulltrúa.

Í annarri grein samþykkta um stjórn Reykjavíkurborgar kemur fram að " Borgarstjórn fer með stjórn Reykjavíkurborgar, gætir hagsmuna hennar, er í fyrirsvari fyrir hana og vinnur að sameiginlegum velferðarmálum íbúanna".

Í 41.grein sömu samþykkta stendur "Borgarfulltrúa ber að gegna störfum sínum í borgarstjórn af alúð og samviskusemi og gæta hagsmuna Reykjavíkurborgar, en í störfum sínum er borgarfulltrúi einungis bundinn af lögum og sannfæringu sinni."

Hvernig þessum samþykktum er best framfylgt, eru án efa ótalmörg svör við. Það sem einum finnst góð frammistaða finnst öðrum slök.

Mælingin á árangur er því aldrei eins í augum tveggja einstaklinga. Á endanum er það síðan kjósandinn sem velur sína fulltrúa í borgarstjórn í næstu kosningum vorið 2010.

Þá fyrst eru störf einstaklinganna sett undir raunverulega mælistiku og sú mæling gildir næstu fjögur ár.  Þangað til eru slíkar mælingar á hverskonar skóstærðir og gáfur, ekki til neins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband