Leita í fréttum mbl.is

Kjörtímabil slæmra vinnubragðra

Verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af ástandinu í borgarstjórn Reykjavíkur. Þekki það af eigin raun að það er mikilvægt þeim sem þar starfa að eiga gott samstarf á þessum fámenna vinnustað.

Að takast á opinberlega og á borgarstjórnarfundum er aðeins hluti starfs þeirra 15 borgarfulltrúa sem þar starfa. Flesta daga ættu fulltrúar í borgarstjórn að vera í góðu samstarfi við undirbúning góðra verka okkur hinum til hagsbóta. Hvort sem menn tilheyra meiri-eða minnihluta.

En að undanförnu hefur eitthvað gerst meðal fulltrúa í borgarstjórn sem erfitt er að henda reiður á. Það er líkt og illgresi hafi náð að hreiðra um sig í rótinni og hvað sem reynt er að hreinsa það, verður það ekki upprætt.

Nú er það nýjasti meirihlutinn sem spilar ekki saman. Meðan einn spilar sóknaleik eru aðrir þrír í vörn  og einn liggur laskaður eftir á velinum. Hvar hinir leikmennirnir eru er ég ekki viss en ég er klár á því að markmaðurinn er ekki í markinu. Hann er að reyna að telja áhorfendum leiksins trú um að liðið sé að vinna leikinn og á meðan fær liðið fleiri og fleiri mörk á sig.

Ég er ekki einu sinni viss um að markvörðurinn sé í sama liði.

Það virðist ljóst að nú þegar kjörtímabil borgarstjórnar er að verða hálfnað heldur farsinn áfram. Allt snýst þetta um að ná meirihluta  í borginni. Líkt og það eitt geri út um framhaldslíf borgarfulltrúanna. Hver getur laskað hvern og náð að koma sjálfum sér ofar á vinsældarlista kjósenda. Held að þegar til lengri tíma er litið verði þetta kjörtímabil í borgarstjórn í hugum fólk tímabil slæmra vinnubragðra og lítilla verka.

Það verður ekki gott veganesti fyrir þá sem nú skipa borgarstjórn inn í næstu kosningar.


mbl.is Tillaga um sölu á REI?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband