Leita í fréttum mbl.is

Aðild eða ekki?

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka eiga að vera róttækar og tilbúnar að ganga skrefinu lengra en forystusveitir flokkanna.  Ég fagna þessari ályktun og vona að SUF nái að sannfæra sitt eigið fólk um þessa skoðun. Held þó að þessi ályktun gangi ekki gegn skoðunum forystu flokksins

Þannig er ekkert öruggt um afstöðu SUF í málinu þótt farið yrði í slíkar aðildarviðræður.  

Á 33. þingi Sambands ungra framsóknarmanna sem haldið var í Reykjavík 16-17. september 2006 kom fram í ályktun um Evrópumál að rétt væri að hefja vinnu við samningsmarkmið með aðild að ESB í huga. Þetta er því ekki ný skoðun hjá SUF.

Hinsvegar  kom einnig fram í ályktunni að’”huga þarf sérstaklega að hagsmunum Íslendinga í landbúnaðar-og sjávarútvegsmálum. Án viðunandi niðurstöðu úr samningarviðræðum leggst SUF gegn inngöngu í ESB. Bera skal samninginn undir þjóðaratkvæði.” 

Líklega verður erfitt að meta viðunandi niðurstöðu, þannig að öllum líki innan ungliðahreyfingar Framsóknarlokksins. Þar skiptast menn í fylkingar , líkt og í öðrum flokkum.


mbl.is SUF vill kosningar um hvort hefja eigi ESB viðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæta Anna!

Þetta er ekki nema að hluta til Evrópumál. Þetta er frekar prófsteinn á virkt lýðræði í Framsóknarflokknum. sjá:

 Leiðir Guðni Framsókn lýðræðis eða Framsókn flokksræðis? 

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/479143/

Hallur Magnússon, 19.3.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Það verður gaman að fylgjast með "virka lýðræðinu" innan Framsóknarflokksins.

Myndu menn þá líka kjósa um forystu í flokknum á þessu flokksþingi?

Anna Kristinsdóttir, 19.3.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Ekki væri ég á móti því að Framsóknarmenn kjósi forystu á þessu flokksþingi!

Mín skoðun er sú að ef Framsóknarflokkurinn ætli ekki að enda eins og norski Miðflokkurinn - rokka á bilinu 5%-10% - þá verði flokkurinn að segja skilið við 19. aldar fulltrúalýðræði og taka upp beinna lýðræði.

Á flokksþingi hefðu þá allir skráðir flokksmenn rétt á setu með kosningarétt.  

Allir flokksmenn hefðu þá möguleika á að kjósa forystu flokksins með beinni kosningu. Gæti verið rafræn!

Það sama gildi um aðrar "stofnanir" flokksins. Einstakar stjórnir hefðu ekki ályktunarrétt fyrir hönd einstakra félaga - heldur sé þeim gert að boða til almenns félagsfundar þar sem allir skráðir félagar viðkomandi Framsóknarfélags - hefðu atkvæðisrétt - og kosið yrðu þannig um ályktanir fyrir hönd flokksins.

Ertu ekki sammála mér í þessu Anna?

Værir þú ekki ennþá í Framsóknarflokknum ef flokkurinn iðkaði lýðræðið á þennan hátt?

PS.

Við þyrftum að fá okkur kaffibolla saman hér í Rauðagerðinu við tækifæri - og ræða lýðræði! Ættum kannske að bjóða þingmanninnn Ágúst Ólaf velkominn í Rauðagerðið til okkar!

Hallur Magnússon, 19.3.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband