Leita í fréttum mbl.is

Ráđherranefndin

Ţađ er margt sem upp kemur í MPA náminu sem vekur áhuga. Ekki síst ţađ vinnulag sem viđhaft er innan stjórnsýslunnar en vekur oft ekki mikinn áhuga almennings.

Ţannig hef ég rekiđ mig á, ađ áfangar í náminu sem ég hafđi ćtlađ ađ myndu ekki vekja áhuga, hafa orđiđ til ţess ađ ég fć brennandi áhuga á viđfangsefninu og öllu sem ađ ţví snýr. En ţannig á nám auđvitađ ađ vera.

Nú er undirbúningur fyrir fjárlög nćsta árs hafinn. Í áfanga um ríkisfjármál var fariđ yfir hvernig fjárlög eru unnin. Ferliđ er međ ţeim hćtti ađ fyrst fara mál í vinnslu hjá stofnunum, síđan ráđuneyti, ţá til fjármálaráđuneytis svo til ráđherranefndar síđan til ríkisstjórnar og loks fyrir Alţingi.

Áhugi vaknađi fyrir hvađ ráherranefnd stćđi. Svörin voru í ţeim dúr ađ formenn stjórnarflokka og varaformenn ynnu málin áđur en ţau vćru lögđ fyrir ríkisstjórn. Ţetta hefđi veriđ gert s.l. sjö til átta ár međ ţessum hćtti og hrađađi undirbúningi.

Nú vćri ţađ hinsvegar ţannig ađ fulltrúar í ţessari nefnd vćru forsćtisráđherra, fjármálaráđherra, utanríkisráđherra og félagsmálaráđherra. Engir varaformenn međ lengur?

Ég velti ţví fyrir mér hvađ hafi komi til, ađ slíkar breytingar voru gerđar. Af hverju er varaformađur Sjálfstćđisflokksins ekki međ?

Ćtli formađur Samfylkingar hafi viljađ hafa jafna hlut kvenna og karla í nefndinni og ţví tekiđ félagsmálaráđherra međ sér en ekki varaformanninn? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband