Leita í fréttum mbl.is

Sundlaugar í öll hverfi borgarinnar

Frábært framtak hjá öflugum íbúum Bústaðahverfis. Fór á kynningarfund vegna framkominna hugmynd í s.l. mánuði. Það er langt síðan ég hef sótt svo fjölmennan fund íbúa hverfisins og ljóst að mikill áhugi er á að fá sundlaug í Fossvogsdalinn. Hugmyndir um græna laug er líka áhugaverð þó útfærslan liggi ekki alveg fyrir.

Fór í að safna undirskriftum í nágrenni við heimili mitt. Hitti engan íbúa þar sem ekki vildi styðja þetta góða verkefni.

Sundlaugar eru sjö í borginni og eru þær ótrúlega vel sóttar. Um 1.800.000 gestir sóttu þær á s.l. ári  og þær eru staðsettar flestum hverfum borgarinnar. Þær eru staðsettar í vesturbæ, miðbæ, laugardal, breiðholti, árbæ, grafarvogi og kjalarnesi.

Ný laug í Fossvogsdal, sem jafnframt myndi nýtast  íbúum báðum megin dalsins, yrði góð viðbót.


mbl.is Vilja sundlaug í Fossvogsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, en mundi vilja hafa hana á Borgarspítala lóðinni við Markarveginn eða þá þar sem er verið að byggja, m.a. húsnæði fyrir aldraða - væri ekki upplagt að hafa sundlaugina einhvers staðar þar nærri (Sléttuvegs-byggingunum, núverandi og tilvonandi) og spítalanum; yrði góð heilsurækt fyrir sjúklinga á spítalanum ásamt MS-sjúklingum, öldruðum og öllum þeim sem sækja sína þjónustu þangað.

Ég mundi í það minnsta vilja sjá sundlaugina reista þar heldur en í Víkinni eða við Kjarrhólmann 

Jón (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband