Leita í fréttum mbl.is

Ný uppeldisstöð í burðarliðnum

Margt ágætt í þessu frumvarpi. Þarf að ræða störf þingsins á hverjum tíma og færa starfhætti til átt til nútímans.

Sé að það verður veruleg aukning á pólitískum ráðningum í þessu frumvarpi. Þar kemur m.a. fram að:

formenn stjórnarandstöðuflokka fái aðstoðarmenn. 
Ráðnir verði aðstoðarmenn fyrir formenn stjórnarandstöðuflokka sem jafnframt eru alþingismenn. Þeir yrðu nú þrír. Aðstoðarmennirnir verði starfsmenn skrifstofu Alþingis, en ráðnir eftir tillögu formanna flokkanna.

Hér koma inn þrír pólískt ráðnir starfsmenn af skattfé.


Að bæta aðstöðu þingflokka. 
Stefnt verði að því að færa ritaraþjónustu þingmanna, sem nú er á vegum skrifstofu þingsins, á forræði þingflokkanna þannig að þeir geti betur lagt þær áherslur í starfi sínu sem þeir kjósa. Stöðugildi eru nú átta. Alþingi greiddi áfram laun ritara og léti þeim í té starfsaðstöðu (eins og nú er) en ráðning þeirra væri eftir tillögu þingflokkanna.

Þarna væri hægt að setja inn pólitísk ráðna ritara. Hér koma átta stöður. 


Að þingmenn Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæma fái aukna aðstoð (aðstoðarmenn). 
Í tengslum við kjördæmabreytinguna 1999 var rætt um að þingmenn Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæma fengju sérstaka aðstoðarmenn (eða stöðuhlutfall aðstoðarmanns) með hliðsjón af því hve stór þessi kjördæmi eru að flatarmáli og erfið yfirferðar af þeim sökum. Niðurstaðan varð hins vegar sú að fá stjórnmálaflokkunum fé til ráðstöfunar í þessu skyni, en ljóst er að það fé fer að mestu í almennan rekstur flokkanna. Því er nú lögð áhersla á að aðstoð við þingmenn þessara kjördæma verði bein (ekki í gegnum flokkana) og að sú aðstoð tengist hverjum og einum þingmanni sérstaklega en síðan sé það á valdi hvers þingmannahóps hvort hann sameinist um starfsmann. Þingmenn Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæma eru nú 29. Þar af eru fjórir ráðherrar sem hafa aðstoðarmenn og skv. 2. tölul. hér að framan er lagt til að formenn stjórnmálaflokka í stjórnarandstöðu fái aðstoðarmenn, en sem stendur eru þeir allir úr þessum kjördæmum, þ.e. þrír þingmenn. Málið snýst því nú um aðstoð við 22 þingmenn.

Og hérna 22.stöður.

Þrjátíu og þrjár stöður fyrir nýja aðstoðarmenn og ritara sem  ráðnir verða af skattfé.

Án efa verður þetta besta uppeldisstöð fyrir verðandi stjórnmálamenn sem til er.

 


mbl.is Frumvarp um ný vinnubrögð þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband