Leita í fréttum mbl.is

Spilling hér og þar

Hlustaði á Sverrir Hermannson tala um spillinguna í Mannamáli í kvöld. Hann fór mikinn og hafði margt að segja um spillingarmálin og slæma menn.

Sverrir hefur án efa upplifað miklar breytingar á sinni ævi. Hann þekkir örugglega nokkur dæmin hér áður um það að menn misnotuð stöðu sína sér og sínum til framdráttar.

Á þeim tíma þegar hann var bankastjóri voru vinnubrögðin með allt öðrum hætti. Ekki bara í Landsbankanum heldur í samfélaginu öllu. Var á vissan hátt hluti af tíðarandanum.

Held að samfélagið sjálft móti þau viðhorf sem eru til slíkra mála á hverjum tíma. Samfélagið hér á landi hefur breyst ótrúleg mikið á liðnum áratugum en þó tel ég að við eigum langt í land með að marka okkur reglur um hvað má og hvað má ekki. Hvað sé t.d. siðlegt í stjórnmálum.

Það er líka þannig að þó mönnum verði á eru þeir ekki tilbúnir að taka pokann sinn og fara af vettvangi. Þeir sjá ekki sökina í sínu eigin máli. Þá er það samfélagsins að draga menn til ábyrgðar og þar eru tól og tæki til þess að víkja mönnum frá af skornum skammti. Reglur eru óskýrar og jafnvel ekki til.

Við þekkjum þannig aðeins örfá dæmi þess hér á landi að menn víkji úr embætti sínu nema þeir séu til þess þvingaðir. Hvorki stjórnmálamenn eða embættismenn. Þar sýnir sig hvað við erum um margt ólík frændum okkar á norðurlöndunum.

Gerist oft og iðulega að norrænir ráðherrar segja af sér vegna spillingar. Mörg dæmi á liðnum misserum í Svíþjóð. Sá frétt í byrjun mánaðarins um sænskur ráðuneytisstjóri og nánasti samstarfsmaður forsætisráðherra þar í landi hefði sagt af sér.

Ástæða þessa er að hún hafði sést nokkuð drukkin á krá með blaðamanni. Á sama tíma hafði hún verið á bakvakt sem yfirmaður almannavarna og neyðarástandsviðbragða stjórnvalda. Þó virðist fara tvennum sögum af því hvort hún hafi verið á vakt eða ekki samkvæmt sænskum dagblöðum.

Myndi einhver segja af sér hér á landi vegna slíks brots? Á erfitt með að sjá það fyrir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekki mæli ég spillingu bót en smásálarskapurinn er líka ömurlegur.

Hvað sem því líður, er Sverrir Hermannsson, að mínu mati, með skemmtilegri og litríkari stjórnmálamönnum síðustu aldar.  

Sigurður Þórðarson, 26.11.2007 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband