Leita í fréttum mbl.is

Að segja minna en meira

Þakka góðar kveðjur til mín síðustu daga. Flest þeirra samtala og tölvupósta sem ég hef fengið hafa verið með jákvæðum hætti. Þó ekki án undantekninga. Sumir eru mér reiðir.

Skil vel að einhverjir séu ósáttir við ákvörðun mína að kveðja flokkinn og jafnvel undrist hana. Á þessa ákvörðun við mína eigin samvisku. Orðin þreytt á fylkingum og eilífum átökum. Veit sem er að ástandið í þeim málum er verst í mínum hrepp, Reykjavík.

Það sem kemur mér hinsvegar á óvart er að þeir sem kvarta mest yfir því að ég hafi ekki verið opinskárri um stöðu einstakra mála innan flokksins skuli vera  þeir sem enn starfa þar. Það eru þeir sem vilja láta opna lokið af pottinum þannig að út úr flæði. Ljóst af þessum samtölum að menn vilja umræðu um vinnubrögðin upp á yfirborðið en vilja sjálfir ekki vera til þess að gagnrýna. Vita víst hvað slíkt þýðir.

Vel að gera það ekki nú. Tel að þeir sem eftir eru væri frekar að opna umræðu um slík mál innan flokksins. Þá kannski verður það til þess að vinnubrögðum verður breytt. 

Ég hef valið að hverfa af vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna mín, þetta er alveg rétt hjá þér.  Þú ert búin að segja þitt innan flokksins og ekki var hlustað, nú er komið að einhverjum öðrum, ef það eru einhverjir eftir, sem finnst að það þurfi að breyta vinnubrögðum!

kv. Sigrún Jónsdóttir

Sigrún (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 01:49

2 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Þú hefur aldrei verið hrædd við að segja þína skoðun Anna en ef enginn er til þess að hlusta lengur nennir maður takmarkað að arga upp í vindinn ekki satt.

Baráttukveðjur áfram til þín

GUðný

Guðný Jóhannesdóttir, 25.11.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ekki sammála Guðnýu um að þú hafir verið að "arga upp í vindinn" .  Hef sjálfur fylgst með þér úr fjarska taka þátt í þjóðmálaumræðunni og veitt orðum þínum eftirtekt. Kröftug kona hefur axlað sín skinn til að halda á vit nýrra ævintýra. Því fylgir eftirvæntin og góðar óskir.

Sigurður Þórðarson, 26.11.2007 kl. 00:15

4 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Nei utan flokks og úti í samfélaginu var Anna alls ekki að arga upp í vindinn og ég held að hún viti alveg hvað ég átti við með þessum orðum.

Guðný Jóhannesdóttir, 26.11.2007 kl. 08:48

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fyrirgefðu Guðný, ég sé það auðvitað líka þegar ég les þetta aftur. Oftast hraðles maður blogg en nú varð mér hált á því.  Það var sem sagt ekki meiningin.

Sigurður Þórðarson, 26.11.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband