Leita í fréttum mbl.is

Völd og stjórnmálamenn

Völd geta haft ótrúleg áhrif á fólk. Því miður oft til hins verra. Þess sér maður oft merki í stjórnmálum.

Í kosningabaráttu eru frambjóðendur allra manna alþýðlegastir, ganga á milli almennings og heilsa öllum sem á leið þeirra verða. Láta hafa sig í allavega trúðslæti og ganga um margt úr sinni eigin persónu. Slá met í brosi og hlýleika og gera allt til að fá kjósendur á sitt band. 

Eftir kosningar eru að sjálfsögðu margir þeirra sem náð hafa kjöri fullir orku að takast á við verkefni stjórnmálamannsins. Þetta verkefni sem þó er aðeins að hámark til fjögurra ára í senn og snýst um það að fara vel og rétt með umboð kjósenda sinna. Þegar sumir stjórnmálamenn hafa hlotið kjör er þó hinsvegar oft eins og nýtt andlit sé sett upp hjá þessum nýkjörnu fulltrúum. Það er eins og forleikurinn hafi aðeins verið sjónarspil.

Margir þessara stjórnmálamanna eru fljótir að gleymi því fyrir hvað þér hafa hlotið upphefð sína. Hversvegna þeir sitja í embætti. Það er einfaldlega oft á tíðum ekki eingöngu vegna hæfileika eða getu viðkomandi, heldur ekki síst vegna styrk ákveðins stjórnmálaflokks og stöðu þeirra í því samfélagi.

Síðan gerist það oft að þegar líður á kjörtímabilið að þá er eins og menn gleymi fyrir hverja þeir sitja sem kjörnir fulltrúar. Í stað þess að þjóna almenningi eða kjósendum sínum, halda menn að þeir séu þarna fyrir sjálfan sig. Þá fyrst fara vandamálin að líta dagsins ljós.

Upphefðin getur nefnilega stigi öllum til höfuðs.  Þeir hætta samskiptum við þá aðila sem komu þeim í valdastólana. Telja sig yfir það hafna að hafa samband við almúgann eða grasrótina. Þeir eru til þess valdir að umgangast fyrirmenn þjóða og tigin fyrirmenni. Þurfa vegna þessa ekki að hafa nema lágmarks samskipti við aðra.

Afverju skrifa ég þetta. Jú ég las nefnilega afar fróðlegt viðtal við Uffe Eleman Jensen fyrrverandi Utanríkisráðherra og formann Venstre í Danmerkurferð minni um daginn. Hann sagði m.a. að það hefði verið sín mesta gæfa í lífinu að hafa aldrei orðið forsætisráðherra Danmerkur en hann sóttist  þó eftir því árum saman. Það sama hafi átt við um stöðu framkvæmdastjóra NATO sem hann sóttist einnig eftir. Hann taldi að hann hefði á þessum tíma verið komið svo langt frá þeim raunveruleika sem venjulegt fólk býr við og þakkaði fyrir það að hafa ekki færst enn lengra frá frá almenningi.

Það hefði í raun bjargað lífi hans að hljóta ekki þessa upphefð.

Þetta er án efa sá vandi sem margir stjórnmálamenn standa frammi fyrir. Að þeir velji sér aðeins einstaklinga næst sér sem tilheyra hópi viðhlæjanda. Allir sem standa fjær og gagnrýna stjórnmálamanninn er þannig úthrópaðir sem andstæðingur ef ekki eitthvað enn verra.

Þannig gerist það smátt og smátt að sumir stjórnmálamenn eru komnir svo fjarri þeim raunveruleika sem almenningur býr við að þeir hafa ekki lengur nein tengsl við kjósendur. Jafnframt verða þeir hinir sömu ekki lengur hæfir til að taka ákvarðanir í þágu almennings


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna - þetta er einn sá besti pistill sem ég hef lesið á minni lífsfæddu ævi og hef ég nú lesið þá marga.  

Kv. VH

maddaman (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Björk Vilhelmsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni - frábær pistill. Ættir í raun að skrifa grein um þetta!

Ég tel mig ekki alsaklausa af þessum upphefðarvanda, en mikið get ég þakkað Laugardalslaug fyrir að halda mér niðri á jörðinni. Þar hitti ég fólk á öllum aldri sem segir mér sína skoðun um málefni líðandi stundar. Takk fyrir það. Þá er ekki lítið að eiga stóra fjölskyldu!!!

Björk Vilhelmsdóttir, 12.9.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Tek undir með fyrri ræðumönnum, þetta er mjög góður pistill og þetta er svo mikið rétt að það er sorglegt. Þetta hefur maður séð víða, m.a. hér heima. Stjórnmálamenn vilja líka oft vel en eru stundum svo langt frá raunveruleikanum t.d. varðandi málefni fatlaðs fólks að þeir gera sér enga grein fyrir þeim raunveruleika sem fólk býr við og telja allt vera í stakasta lagi.

Kristbjörg Þórisdóttir, 13.9.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband