Leita í fréttum mbl.is

Að virða skoðanir annarra

Tel mig nokkuð fordómalaus manneskju. Veit sem von er, að fólk er mismunandi, og hef fullann skilning á því. Veit líka að allir þeir þættir sem koma að mótun einstaklings hafa áhrif á það hvernig fólk kemur fram við náungan og því er oft erfitt að breyta hegðun eða skoðunum manna. 

Ég hef reynt í gegnum lífið að setja mig í spor annarra áður en ég set mig í dómarasætið. Þó ekki án undantekninga.

Sumar skoðanir á ég þó erfiðara með að skilja og umbera og þar eru það helst fordómar gagnvart hópum innan samfélagsins. Sama hvort um minnihlutahópa er að ræða eða ekki.

Auðvitað er ekki hægt að setja alla þá einstaklinga sem undir slíka hópa falla undir sama hatt. Þar koma að óteljandi aðrir þætti að og ólíkir mótundþættir hvers og eins.

Allir útlendingar eru ekki eins, ekki allir samkynhneigðir, ekki allir vinstri grænir eða allir unglingar. Hóparnir innifela allir ótrúlega flóru einstaklinga. 

Á síðustu dögum hef ég rekið augun í pistla á netinu sem innifela slíka fordóma  gagnvart framsóknarflokknum og jafnvel gagnvart öllum þeim einstaklingum sem honum tilheyra.

Þessir pistlar eiga það sammerkt að höfundar þeirra telja allt það sem flokkurinn hefur gert sé afar slæmt. Jafnvel eiga pistlahöfundar það til að nafngreina einstaklinga sem tilheyra flokknum og telja þeim allt til foráttu. Og setja síðan alla flokksmenn undir sama hatt.

Ótrúleg óvild hlýtur að liggja að baki þegar slíkar fullyrðingar eru settar fram. Veit svei mér ekki hvort það er vegna þekkingarleysis eða einhvers annars þegar slíkt skrif eru sett fram

Framsóknarflokkurinn er elsti stjórnmálaflokkur landsins og á uppruna sinn í rótum þess samfélags sem við byggjum í dag. Hann er flokkur sem byggður er upp á gildum samvinnu og jafnaðar og slík hugmyndafræði á fullt erindi í stjórnmálin í dag.   

Án efa hefur framsóknarflokkurinn í sinni 90 ára sögu staðið að verkum sem sem eru umdeild. Jafnvel geta sumar ákvarðanir í stjórnartíð hans hafa verið slæmar. Það sama gildir að öllum líkindum um alla flokka sem starfað hafa í stjórnmálum. Sagan dæmir best þau verk sem flokkar vinna og án efa hefur framsóknarflokkurinn komið ótal mörgum góðum málum í verk.

Ég er ekki einlægasti aðdáandi vinstri græna en veit þó að innan þess flokks eru einstaklingar sem ég á mikið sameiginlegt með. Margt af því hið besta fólk. Það sama á við um alla stjórnmálaflokka, innan þeirra er gott fólk sem gott er að eiga að vinum.

Virðum skoðanir annarra og hættum að fella dóma yfir fólki á þessum nótum. Tökumst frekar á um málefninn sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband