Leita í fréttum mbl.is

Ferðalög á ferðalög ofan

Er á leið í enn eitt ferðalagið innanlands .  Hef slegið persónulegt met í ferðalögum innanlands á þessu sumri og aldrei dvalið fleiri nætur í tjaldi. Er reyndar að verða síðasti Móhíkaninn í þeim efnum þar sem við íslendingar virðumst hafa hætt þessu ferðamáta. Nú verða allir að eiga tjaldvagn/fellihýsi/hjólhýsi.

Hef haft gaman af því að taka út tjaldstæðin og eru þau eins ólík eins og þau eru mörg. Sú greining fer fram síðar.

Það sem hefur komið mér mest á óvart á þessum ferðalögum mínum er áhersla á mörgum stöðum að gera upp gömul hús í upprunalegt horf og er það frábært framtak. Mikil bæjarprýði af slíku og sýnir metnað til að halda í það sem gamalt er.

Eins hefur úrval kaffihúsa og matsölustaða á landsbyggðinni aukist mikið og mikill metnaður á mörgum stöðum. Það er liðin sá tími að aðeins sé hægt að fá hamborgara og franskar. Íslensk kjötsúpa, smurt brauðog heimabakaðar tertur fást á sífellt fleiri stöðu og það af hinu góða. Sú úttekt birtist líka í lok sumars.

Má til að óska Líney vinkonu minni til hamingju með nýja starfið. Líney Rut Halldórsdóttir tekur við framkvæmdastjórastöðu ÍSÍ og var valin úr hóp 50 umsækjenda og er vel af því komin. Hörku kona sem mun án efa leggja allt sitt í þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband