Leita í fréttum mbl.is

Persónur og leikendur

Og svo hefst fyrsti leikþátturinn í næsta farsa.

Inn á sviði koma tveir eldri leikendur. Þeir hafa á sínum leikferli unnið marga sigra, en eru hér að taka sín síðustu skref á sviði.

Þeir fara vel með hlutverkin en átta sig kannski ekki á því að leiksýningarnar verða ekki margar.

Á bak við tjaldið standa aðrir sem ætla sér aðalhlutverkin í leikritinu. Þeir vita að þeir verða bíða um stund þar til tækifæri gefst til að stíga inn á sviðið og taka yfir hlutverkið.

Vandinn er hinsvegar sá að þeir verða aldrei þær stjörnur sem þarf til að draga fólk á sýninguna.

Alvöru stjörnur hafa þann hæfileika að fá fólk til að koma aftur og aftur á sömu sýninguna. Þeir leggja allt sitt í leikinn og þurfa ekki nein önnur laun en þakklæti áhorfenda.

Þess vegna verða menn að átta sig á því hverjir það eru sem eru alvöru leikarar og geta tekið þátt í sýningunni og hverjir eru það ekki.

Annars er mikil hætta á að sýningin falli

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðir leikendur vita hvenær þeirra tími kemur og hvenær hann endar.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband