Leita í fréttum mbl.is

Að auka flækjustigið.

Fötluð börn og ungmenni sem njóta umönnurbóta hafa jafnframt fengið umönnunnarkort frá Tryggingastofnun Ríkisins.

 

Þessi umönnunarkort eru ígildi öryrkjakorta og veita foreldrum afslátt vegna kaupa á lyfjum fyrir börn. Jafnframt hefur verið nægjanlegt að sýna þessi kort í afgreiðslu sundastaða í borginni og í Húsdýra-og fjölskyldugarði til þess að fá frían aðgang líkt og aðrir öryrkjar fá.

 

Nú nýlega heyrði ég af ungri móðir með fatlað barn sem var vísað frá sundstað í borginni og tilkynnt að ekki væri lengur nægjanlegt að framvísa umönnunarkorti TR. Nú þyrfti að sýna kort sem gefið væri út af Sjálfsbjörgu og þyrfti að sækja sérstaklega um. Þess utan þyrfti að greiða fyrir slík kort.

 

Á heimasíður TR kemur eftirfarandi fram;

Börn handhafa umönnunarkorta fá einnig frían aðgang að sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldu- og húsdýragarði Reykjavíkur. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu útbýr sundkortin fyrir Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og hægt er að nálgast þau á skrifstofu Sjálfsbjargar að Hátúni 12 gegn framvísun umönnunarkorts. Greiða þarf 1.200 kr. vegna barns sem er synt og getur klætt sig sjálft. Þurfi barn á aðstoðarmanni að halda kostar kortið 2.000 kr. en þá fær foreldri eða aðstoðarmaður barnsins einnig frían aðgang að sundlaugum eða fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Sundkort þessi gilda út almanaksárið

 

Er ekki verið að flækja málið fullmikið með þessum hætti? Eða er verið að reyna að torvelda fötluðum börnum og ungmennum aðgengi að þjónustu borgarinnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband