Leita í fréttum mbl.is

Ertu ævintýramaður eða forpokaður?

Þjóðþekktur maður sagði frá því í Blaðinu um daginn að þjóðin skiptist í tvennt. Annarsvegar væri um að ræða ævintýramenn eða þá forpokuðu. Þetta var eftir honum haft.

 

„Ég þekki mína þjóðarsál. Ég vissi að í samfélaginu væru forpokaðar kerlingar og karlar sem myndu saka menn um dómgreindar- og siðleysi en einnig ævintýrafólk sem væri reiðubúið að gera skemmtilega hluti.

 

Nú er bara að bíða og sjá hvorum hópnum maður tilheyri, líklega verður maður þó að kyngja því  að tilheyra hóp hina forpokuðu - allavega í þessu tilfelli.

 

Um árabil hafa ótrúlega margir í okkar samfélagi lagt þeim lið sem minna meiga sín. Oftast án þess að eiga endilega mikið aflögu eða vera með neinar kröfur af nokkru tagi.

 

Ég held hinsvegar að öllum geti orðið á og við verðum að líta svo á að það hafi verið slæm mistök að kalla þá forpokaða, sem leyfðu sér að spyrja spurninga í því samhengi sem vísað var til hér að ofan. Það á ekki, og má ekki verða  munur  á því hvort menn gefa mikið af miklu eða eða lítið af litlu.

 

Ef við viljum og ætlum okkur að búa í sátt í þessu samfélagi þá verðum við öll að leggja okkur fram. Orðum fylgir ábyrgða og peningar gefa mönnum engan rétt í því efni.

Anna krsitinsdóttir, annakr@annakr.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Kristinsdóttir
Anna Kristinsdóttir
Stjórnmálafræðingur, MPA nemi og áhugamaður um samfélagsmál

Mitt val

Blogg Gáttin

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband